Styrktarsjóður BSRB

Styrktarsjóður BSRB er sameiginlegur sjóður stéttarfélaga innan BSRB og er hann fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda. Sjúkraliðafélag Íslands tekur við umsóknum sjúkraliða en einnig er hægt að senda umsókn og fylgiskjöl til Styrktarsjóðs BSRB. 

Sjóðnum er ætlað að greiða bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilvikum eftir að veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda. Sjóðurinn styrktir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum.

Sjóðurinn styrkir eftirfarandi:

a. Sjúkraþjálfun, nudd, nálastungumeðferðir og hnykklækningar
b. Krabbameinsleit
c. Hjartavernd
d. Ferðakostnaður
e. Líkamsrækt
f. Ættleiðingar
g. Tæknifrjóvgun
h. Gleraugnakaup og sjónlagsaðgerðir
i.  Heilsustofnunin í Hveragerði
j.  Sálfræði og félagsráðgjöf
k. Útfarir
m. Tannlæknakostnaður
n. Heyrnatæki
o. Fæðingarstyrkir

Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr Styrktarsjóði BSRB eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur.

Umsókn skal skilað inn fyrir 15. hvers mánaðar en að jafnaði er greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Með umsókn þarf að skila inn frumriti reiknings þar sem fram kemur nafn og kennitala umsækjanda, dagsetningar og upphæðir. Á reikningnum þarf að vera stimpill eða merki þess viðurkennda meðferðaraðila eða fyrirtækis sem gefur reikninginn út og mega kvittanir eða aðgerðardagsetningar aldrei vera eldri en árs gamlar þegar sótt er um hjá sjóðnum. Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsókn um styrki má finna hér.

Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ólafur B. Andrésson. Sjóðurinn er í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, símar 511 5505 og 525 8380.