Samningafundur með Sambandi íslenskra sveitafélaga er boðaður á fimtudag 23. júní

 

Boðaður er fundur með fulltrúum ríkisins og SLFÍ á morgun þriðjudag

 

Þann 16. júní funduðu fulltrúar SLFÍ með Reykjavíkurborg hjá ríkissáttasemjara. Félagið lagði fram tillögur að því hvernig borgin nái að jafna laun sjúkraliða við ríkið. Félagið lagði áherslu á að þessi tillaga væri utan þeirra samninga sem í hönd frara með ríkinu á næstu dögum og gera kröfu um viðlíka samninga með borginni. Fulltrúar borgarinnar tóku sér frí fram til dagsins í dag 20. júní en þá verður fundur þar sem borgin kemur til með að svara félaginu.

 

 

Næsti fundur er í dag 20. júní eftir hádegi

 Fyrirhuguðum fundi sem verða átti 14. júní nk. hefur verið frestað til 16. júní

 

Fundað var með Reykjavíkurborg undir stjórn ríkisssáttasemjara. Fulltrúar borgarinnar fór yfir tillögu sem félagið lagði fram á síðasta samningafundi.

 

 

Fram kom hjá þeim að tillagan væri of viðamikil. Fulltrúar félagsins lögðu til að félagið endurskoðaði tillöguna og sendu til baka  á borgina.

Næsti fundur er ákveðinn 14. júní kl. 11:00

 

Samkomulag BSRB og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs með kjarasamningum 2011 var undirritað í dag. Samkomulagið er umgjörð um sameiginleg hagsmunamál bandalagsins vegna ríkisstarfsmanna. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Árni Stefán Jónsson fyrsti varaformaður BSRB og Kristín Á. Guðmundsdóttir ritari BSRB skrifuðu undir samkomulagið fyrir hönd bandalagsins. Gunnar Björnsson og Ágústa H. Gústafsdóttir skrifuðu undir fyrir hönd fjármálaráðherra.Fjármálaráðuneytið hefur skuldbundið sig til að styrkja mannauðsmál sem er framhald af framkvæmdaáætlun með kjarasamningum 2009. Þá var samið um að endurskoða þyrfti uppbyggingu á fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd og brugðist verði við veikindum með fyrirsjáanlegum hætti og veikum starfsmönnum bjóðist viðeigandi úrræði sem fyrst.
Jafnframt tekur samkomulagið til slysatrygginga félagsmanna sem starfa með einstaklingum sem að takmörkuðu eða engu leyti geta borið ábyrgð á gerðum sínum. Ríkið skuldbindur sig til að semja um slíkan bótarétt við aðildarfélög BSRB þar sem það á við á grundvelli tillögu bandalagsins þar um. Loks var samið um að fjármálaráðuneytið beiti sér fyrir því að stofnanir ríkisins setji sér verklagsreglur svo sem vegna fjarveru starfsmanna vegna andláts nákominna ættingja, tæknifrjóvgunar og áfengismeðferðar.

Fjármálaráðuneytið hefur skuldbundið sig til að styrkja mannauðsmál sem er framhald af framkvæmdaáætlun með kjarasamningum 2009. Þá var samið um að endurskoða þyrfti uppbyggingu á fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd og brugðist verði við veikindum með fyrirsjáanlegum hætti og veikum starfsmönnum bjóðist viðeigandi úrræði sem fyrst.

  

Jafnframt tekur samkomulagið til slysatrygginga félagsmanna sem starfa með einstaklingum sem að takmörkuðu eða engu leyti geta borið ábyrgð á gerðum sínum. Ríkið skuldbindur sig til að semja um slíkan bótarétt við aðildarfélög BSRB þar sem það á við á grundvelli tillögu bandalagsins þar um. Loks var samið um að fjármálaráðuneytið beiti sér fyrir því að stofnanir ríkisins setji sér verklagsreglur svo sem vegna fjarveru starfsmanna vegna andláts nákominna ættingja, tæknifrjóvgunar og áfengismeðferðar.

 

 

Fundað var með Reykjavíkurborg í dag undir stjórn ríkissáttasemjara. Sjúkraliðafélag lagði fram tillögu um með hvaða hætti væri hægt að laga þann launamun sem orðinn er á launum sjúkraliða hjá borg og ríki. Fulltrúar borgarinnar tóku við tillögunum og fóru fram á tíma til þess að reikna kosnað.

 

Næsti fundur er ákveðinn mánudaginn 30. maí kl. 13:30  

 

Enn er ósamið við alla viðsemjendur Sjúkraliðafélags Íslands.

Við erum einfaldlega eins og mörg önnur stéttarfélög í langri biðröð eftir að komast að. Við höfum merkt það að ríkið stefnir að því að taka BHM félögin nokkuð fram fyrir í þessum viðræðum og reyna að semja við þá hópa fyrst. Bæði lítur ríkið til þess að BHM hafi ekki fengið samninga síðan árið 2008, en svo skiptir þarna líka máli að nánast öll félögin innan BHM hafa samþykkt að standa sameiginlega að viðræðum um laun og önnur kjör og því er við eina viðræðunefnd háskólamanna að eiga. Að undanförnu hefur verið um það rætt innan BSRB hvort við ættum að fara sömu leið og BHM og semja sameiginlega um launaliðinn, en niðurstaðan var sú að það væri of seint að stíga slíkt skref. Hvert félag fyrir sig fer því áfram með viðræður um launalið næstu kjarasamninga, segir Kristín.

Fulltrúar ríkisins hafa verið í viðræðum við starfsmenn ríkisstofnana, SFR, og við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, auk BHM, en engin niðurstaða lá fyrir þegar blaðið fór í prentun.

Það verður varla rætt í alvöru við okkur um nýjan samning fyrr en þessi félög hafa lokið sínum samningum, þótt við höfum átt einn fund með ríkinu og í sjálfu sér ekki verið neitað um frekari fundi til að ræða málin. En mat okkur er að það hafi ekki mikinn tilgang fyrr en viðræðurnar við fyrrnefndu stéttarfélögin fari að skýrast.

Varðandi sveitarfélögin og sjálfseignarstofnanirnar þá hefur staðan yfirleitt verið sú að þessir viðsemjendur okkar hafa viljað bíða eftir því að ríkið ljúki samningum. Engu að síður hefur komið fram hjá samningamönnum sveitarfélaganna að þeir séu tilbúnir til sjálfstæðra viðræðna. Þeir hafa til dæmis átt í samningaviðræðum við starfsmannafélög sveitarfélaganna. Síðustu fréttir eru að slitnað hafi uppúr viðræðum sveitafélaganna við starfsmannafélögin innan BSRB

Í bókun 1 í kjarasamningi SLFÍ og ríkisins frá því í október sl. var ákvæði um fjárhæð sem dreyfast skyldi á stofnani í þeim tilgangi að auka nýliðun og starfsþróun sjúkraliða. Nú er verið að ganga frá úthlutuninni og er nú þegar búið að samþykkja útfærsluna í stofnanasamningi hjá nokkrum stofnunum.

 

 Í gær 18. maí var haldinn samningafundur með fulltrúum Reykjavíkurborgar undir stjórn Ríkissáttasemjara. Á fundinn mætti Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum en hann hefur tekið að sér að vinna fyrir Sjúkraliðafélagið ásamt hagfræðingi borgarinnar að samanburði á kjörum sjúkraliða hjá ríki og borg. Fram kom í máli beggja að mjög hallaði á að laun sjúkraliða sem starfa hjá borgini. Það sé ekki fyrr en sjúkraliðar eru komnir með mjög hánn starfsaldur sem þeir séu jafn vel settir eða betur. Eftir að þetta liggur ljóst fyrir var ákveðið að félagið legði fram tillögu fyrir næsta fund sem haldinn verður miðvikudaginn 25. nk.

 

Fyrsti fundur Sjúkraliðafélags Íslands með fjámálaráðuneytinu var haldinn í dag.

 

Eins og sjúkraliðum er ljóst þá náðist kjarasamningur við Fjármála- ráðuneytið í október 2010 og rann hann út 1. desember sl.  

Fundurinn í dag fór hefðbundinn undirbúning fyrir komandi viðræður. Næsti fundur verður boðaður í framhaldi af þeim samningum sem nú eru í undirbúningi milli SA og ASÍ