Fyrirlesari verður Málfríður Stefanía Þórðardóttir ljósmóðir, hún mun fara með fyrirlesturinn Heima-eða sjúkrahúsfæðingar.

Sjá auglýsingu

Stjórnin hefur haft nokkra stjórnarfundi á þessu ári og facebook og email samskipti.

Við fengum Dórótheu Jónsdóttir til okkar á aðalfundinn sem var haldin á Hlíð 19.október. Dóróthea sagði okkur reynslusögu sína af brjóstakrabbameini og kynnti fyrir okkur bók sína Bleikur barmur.  Einnig kom Dóra frá Krabbameinsfélagi Akureyrar með gervibrjóst og sýndi okkur hvernig við leitum eftir krabbameini í brjóstum, sem var mjög nytsamlegt og fróðlegt.

Sjá skýrslu

Aðalfundur DSNE verður haldinn á Hlíð mánudaginn 19.október og hefst kl 17:00.

Dóróthea Jónsdóttir segir reynslusögu sína af brjóstakrabbameini og kynnir bók sína Bleikur barmur.

Venjuleg aðalfundar störf.

Veitingar í boði deildarinnar.

Fjölmennum á fund, sjúkraliðar og nemar.

Kv Stjórnin 

Boðað er til trúnaðarmannafundar á Hlíð mánudaginn 19. október kl. 16:00.

Aðalfundur hefst svo kl 17:00.

Hvet ykkur til að mæta allar sem ein.

Stjórn DSNE

Lesa meira: Skýrsla Norðurlandsdeild eystri 2013-2014Stjórnin hélt nokkra fundi yfir árið og einnig var facebook mikið notað og tölvupóstssendingar, þar sem stjórnarmenn búa dreift um Norðurland.

Í febrúar fóru Hulda Birna og  Guðrún og hittu sjúkraliðanemana sem voru komnar lengst í náminu. Fræddu þær um ýmislegt tengt deildinni og félaginu og svöruðu spurningum þeirra eftir bestu getu.

5. mars var haldin fræðsludagur. Sigfríður Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á Akureyri hélt fyrirlestur um stóma og kynningu á stómavörum. Það var synd að ekki skildu fleiri mæta því þetta var mjög fróðlegt og gott og átti fullt erindi til allra sjúkraliða.

Sjá skýrslu

Aðalfundur Deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra

verður haldinn þriðjudaginn 4. nóv. kl 17.00 

Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjá auglýsingu 

Fundarstjóri , formaður , framkvæmdastóri og aðrir fundarmenn

Starfsemi deildarinnar er í föstum skorðum og gengur bara nokkuð vel.

Haldnir voru 4 stjórnarfundir á tímabilinu.  Vinnufundur var haldinn í ágúst á Siglufirði.  Þar skipulögðum við starf deildarinnar í vetur. 

Sjá skýrslu

Sjúkraliðar á Norðurlandi eystra.

Almennur félagsfundur Deild sjúkraliða á Norðurlandi eystra verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl 2013, kl. 16.30 á Hlíð Akureyri (fundarsal 1. hæð). Gestir fundarins Kristín Á. Guðmundsdóttir og Gunnar Örn Gunnarsson frá SLFÍ.

                                                                          Stjórnin. 

Stjórn Deildar sjúkraliða á Norðulandi eystra

sendir félagsmönnum sínum og fjölskyldum

þeirra svo og öllum sjúkraliðum bestu óskir

um Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Sjáumst hress á nýju ári.

Sjá jólakveðju

Skýrsla stjórnar Deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra (Dsne)

2012

Sjá skýrslu stjórnar

Aðalfundinum hjá Dsne er frestað vegna slæms veðurútlits til 8. nóvember. 

Hann verður haldinn á Hlíð kl. 16.30.

Aðalfundur Dsne verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2012 kl 16.30 í fundarsal á 1. hæð á Hlíð Akureyri.
Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Kynning á Virk starfsendurhæfingu. (Anna Guðný Guðmundsdóttir ráðgjafi).
Kaffiveitingar.
Skorum á sjúkraliða að fjölmenna.
Stjórnin.
Kjör trúnaðamanna hjá Deild sjúkraliða á norðurlandi eystra, fer fram dagana 17 til 19 september 2012.
Kosið verur á eftirtöldum stöðum.
Sjúkrahúsi Akureyrar, kennslustofu annari hæð, miðvikudaginn 19 sept frá kl. 15 til 16.30. Kjörstaður fyrir Sjúkrahúsið og Kristnes.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, þriðjudaginn 18. sept. frá kl. 15 til 16.30.
Hornbrekka Ólafsfirði, þriðjudaginn 18. sept. kl 16.30.
Hlíð Akureyri, Kaffi Sól, mánudaginn 17. sept. frá kl. 15 til 16.30. Kjörstaður fyrir Hlíð og Kjarnalund.
Sjá nánar auglýsingar á viðkomandi stöðum.
Formaður kjörnefndar er Ásmundur Þórhallsson Akureyri.
Aðrir staðir eru með gilda kostningu trúnaðamanna fram á haust 2013.