Ársskýrsla Svæðisdeildar höfuðborgarsvæðisins 2023

Í stjórn deildarinnar sitja nú, Hulda Birna Frímannsdóttir, formaður, Lára María Valgerðardóttir, Þórunn M Ólafsdóttir, Magnús Einarsson Smith, Kristbjörg Elín Oddsteinsdóttir og Kristbjörg Sóley Hauksdóttir, varamaður.

Starfsárið hefur ekki verið öflugt. Við afhentum rósir og lykil SLFÍ við útskriftir í desember og maí hjá FB og FÁ.

Við Jakobína fórum með lífeyrisdeildinni í þeirra árlegu ferð. Það er venja að það fari tveir úr Svæðisdeild höfuðborgarsvæðisins með þeim í þessar ferðir þeim til aðstoðar ef eitthvað kemur uppá. Í þessari ferð varð til dæmis bílstjórinn veikur og þurfti á sjúkrahús þegar við komum til baka. Þetta eru annars skemmtilegar ferðir.

Stjórn deildarinnar vann í trúnaðarmannalistum og minntum trúnaðarmenn á að kjörtímabil þeirra væri útrunnið eða að renna út þar sem það átti við. Þeirri vinnu er ekki lokið þar sem ekki er búið að kjósa á öllum vinnustöðum.

Til stóð að fara haustferð nú í haust. Þátttaka var ekki næg og rútur ekki á lausu svo ferðinni var aflýst. Við eigum skipulag fyrir ferð sem við stefnum á að fara næsta haust.

Nemahóf var þann 9. nóvember í sal Sjúkraliðafélagsins þar sem Dagný Björk Erlingsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá SLFÍ, kynnti félagið og símenntun fyrir sjúkraliðanemum og fulltrúar deildarinnar fræddi nemana um réttindi  og skildur sjúkraliða.

Til baka