Fréttir

Viðbótarnám formlega viðurkennt

23 júl. 2024

Kæru sjúkraliðar

Það er ánægjulegt að geta sagt ykkur frá því að viðbótarmenntun sjúkraliða hefur nú fengið formlega viðurkenningu samkvæmt nýrri reglugerðarbreytingu sem heilbrigðisráðherra hefur staðfest. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar starfsgrein og heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Þessi breyting er afrakstur mikillar vinnu og þrautseigju okkar allra, en sérstaklega vil ég þakka ykkur fyrir stuðninginn og samvinnuna á þessari vegferð. Viðbótarmenntunin felur í sér 60 ECTS eininga diplomapróf frá Háskólanum á Akureyri, sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Námið er með tvö kjörsvið: öldrunar- og heimahjúkrun annars vegar og samfélagshjúkrun hins vegar.

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur nánar um þessa frábæru námsleið og nýta ykkur tækifærið til að efla ykkar hæfni og þekkingu. Með þessari viðurkenningu erum við betur í stakk búin til að takast á við flóknari verkefni og ábyrgð í störfum okkar, sem mun án efa bæta þjónustu okkar við sjúklinga.

Upplýsingar um námið eru á heimasíðu Háskólans á Akureyri og hvet ég ykkur til að skoða þær. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða þarfnist frekari upplýsinga, þá er ykkur velkomið að hafa samband við mig beint.

Ég er mjög stolt af því sem við höfum náð saman og hlakka til að sjá ykkur nýta ykkur þessi tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

Með bestu kveðju, Sandra B. Franks formaður

Til baka