Vegna veikindaforfalla
23 okt. 2015
Félagið hefur móttekið erindi frá Landspítalanum þ.s. fram kemur ótti við að sjúkraliðar tilkynni sig veika um komandi helgi. Óskað er eftir því að félagið hvetji sjúkraliða til að láta ekki nýfallinn dóm félagsdóms í vinnudeilu ljósmæðra verða til þess að sjúkraliðar tilkynni „ óeðlileg“ veikindaforföll.
Af augljósum ástæðum bendir Sjúkraliðafélag Íslands félagsmönnum á að þeim beri að fara að lögum og kjarasamningum eins og ávalt.
Einnig hvetur félagið sjúkraliða til að taka extravaktir um helgina sé eftir því leitað.