Fyrir fjölmiðla
Formaður félagsins
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands er Sandra B. Franks og tók hún við embætti formanns þann 15. maí 2018.
Sandra starfaði á árum áður sem sjúkraliði á ýmsum deildum Landspítalans. Um árabil starfaði hún sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Ríkisendurskoðun þar sem hún sinnti m.a. lögfræðilegum viðfangsefnum og stjórnsýsluúttektum sem lúta að stefnumótun, skipulagi og rekstri stofnana ríkisins. Auk þess var hún skipuð í úrskurðarnefnd raforkumála um átta ára skeið. Eftir farsælan starfsferil í stjórnsýslunni réðst hún til starfa hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í heimahjúkrun og sem verkefnastjóri, m.a. við gerð stefnumótunar. Þá starfaði hún einnig hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík við ýmiss tilfallandi hjúkrunarstörf.
Sandra er sjúkraliði, stjórnmálafræðingur (BA) með framhaldsmenntun í stjórnsýslufræðum (MPA) og meistarapróf í lögfræði (ML).
Um félagið
Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) var stofnað árið 1966, og er félagið bæði fag- og stéttarfélag.
Meginhlutverk félagsins er að:
- tryggja réttindi sjúkraliða og standa vörð um kjaramál þeirra
- efla samheldni sjúkraliða og gæta að hagsmunum sjúkraliðastéttarinnar í hvívetna
- hvetja til samstöðu félagsmanna m.a. með útgáfustarfsemi, fræðslufundum, ferðalögum og annarri félagsstarfsemi
- styðja sjúkraliða til að viðhalda og bæta við menntun sína og efla samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir
Sjúkraliðar starfa bæði við almenna og sérhæfða umönnun sjúklinga og við þau hjúkrunarstörf sem þeir hafa menntun og faglega færni til að sinna. Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og telja um 3000, þar af um 2200 starfandi félaga.
Merki / logo SLFÍ
Merki félagsins er blómgaður lífssproti sem vex upp af tveimur hjörtum. Merkið er eign félagsins og er mikilvægur hluti af ímynd þess eins og það birtist sjúkraliðum, skjólstæðingum þeirra, samstarfsmönnum og almenningi. Félagsmerkið er notað sem einkennismerki í allri starfsemi félagsins.
|
|
|
|