Upplýsingar varðandi fræðslusjóði og símenntun
7 nóv. 2023
Fyrir nokkru sendi Sjúkraliðafélagið félagsmönnum póst varðandi fræðslusjóði og símenntun sjúkraliða. Það helsta sem koma fram í þeim pósti er eftirfandi:
Símenntun/námsmat
Sjúkraliðar geta óskað eftir námsmati inni á mínum síðum: Innskráning – Sjúkraliðafélag Íslands.
- Hér má sjá lista yfir þrepa/launaflokkahækkanir hjá stofnunum og sveitarfélögum: Námsmat samkvæmt stofnanasamningum.
- Hér er myndskeið sem sýnir hvernig námi er bætt við símenntunina: Námsmat – leiðbeiningar.
- Allar upplýsingar um símenntun er hér: Símenntun – SLFI
Fræðslusjóðir
Starfsmenntasjóður:
Upphæð:
- 120.000 kr. er hægt að nýta í: símenntun, nám/námskeið, kynnis- og fræðsluferðir og ráðstefnur (innanlands og erlendis). Einnig er hægt að sækja um fyrir ferðakostnaði sem hlýst af ofangreindu t.d. flugi og gistingu.
- 80.000 kr. er hægt að nýta í námskeið án beinnar tengingar við starfið (tómstund).
Starfsþróunarsjóður:
Upphæð:
- 400.000 kr. Hægt er að nýta styrkinn í: skólagjöld, nám/námskeið, kynnis- og fræðsluferðir og ráðstefnur (innanlands og erlendis). Einnig er hægt að sækja um fyrir ferðakostnaði sem hlýst af ofangreindu; t.d. flugi og gistingu.
Samþykktar umsóknir þar sem öll gögn liggja fyrir eru greiddar út að öllu jöfnu í vikulok.
ATH: Hver upphæð sem greidd er út endurnýjast 24 mánuðum síðar.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig skila eigi inn fræðsluumsókn: Leiðbeiningar fyrir umsóknir í fræðslusjóðina.
Almennir styrkir og sjúkradagpeningar eru hjá BSRB: BSRB | Allir styrkir
Gott er að fara inn á ,,mínar síður“ og ath. hvort netfang og aðrar helstu upplýsingar séu réttar.