Fréttir

Uppfærðar úthlutunarreglur Starfsþróunarsjóðs og Starfsmenntasjóðs

3 mar. 2025

Þann 1. mars síðast liðinn tóku uppfærðar úthlutunarreglur fyrir Starfsþróunarsjóð og Starfsmenntasjóð gildi. Stærsta breytingin felur m.a. í sér:

Í Starfsþróunarsjóðnum getur félagsmaður sótt um styrk vegna aksturs innanlands, frá lögheimili að náms- eða ráðstefnustað, að hámarki 50.000 kr. af 400.000 kr. styrk.

Í Starfsmenntasjóðnum getur félagsmaður sótt um styrk vegna aksturs innanlands, frá lögheimili að náms- eða ráðstefnustað, að hámarki 50.000 kr. af 200.000 kr. styrk.

Nánari upplýsingar um úthlutunarreglurnar má finna undir tenglinum undir Fræðslusjóðir – SLFÍ .

Til baka