Stefna félagsins um ásýnd, rétta þjónustu á réttum stað, fólkið í forgrunni, fagsýn og fagvitund

Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Á 32. fulltrúaþingi félagsins, þann 25. maí 2023 var áfanganiðurstaða á framtíðarsýn félagsins kynnt og tóku sjúkraliðar vel undir afraksturinn og samþykktu næstu skref, – sem verður áframhaldandi stefnumótunarvinna í haust.

Við stefnumótunarvinnuna voru fjögur atriðið sérstaklega tekin til umræðu og skilgreind. Mörkuð var framtíðarsýn og var leiðin að markmiðum félagsins mörkuð með aðgerðum og verkefnum sem sett var fram og unnið verður með áfram í haust.

ÁSÝND

Framtíðarsýn

  • Sjúkraliðar eru fagleg stétt sem kann til verka og ber virðingu fyrir fagi sínu.
  • Sjúkraliðar eru virkir þátttakendur í faglegu starfi og teymisvinnu.
  • Sjúkraliðar eru öflug hjúkrunarstétt.
  • Sjúkraliðar eru mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu.
  • Sjúkraliðar eru stétt samstöðunnar og eru stoltir af námi sínu og starfi.  
  • Sjúkraliðar tala máli stéttarinnar og eru félaginu sínu og stétt til sóma.
  • Sjúkraliði er „manneskjulegi“ heilbrigðisstarfsmaðurinn sem sýnir virðingu, hjálpsemi, alúð og samkennd.
  • Sjúkraliðar eru sú heilbrigðisstétt sem almenningur hugsar fyrst um þegar heilbrigðisstarfsfólk ber á góma.
  • Sjúkraliðar hvetja til samvinnu á vinnustöðum og fleiri sjúkraliða til náms.
  • Sjúkraliðar eru starfsfólk sem annað starfsfólk getur óhikað leitað til.
  • Sjúkraliðar eru virkir í fagráðum stofnana.
  • Sjúkraliðafélag Íslands er öflugt félag sem sjúkraliðar vilja vera í og og sjá hag sinn í að vera í.

Aðgerðir og verkefni

  1. Bæta ímynd sjúkraliða, bæði innan vinnustaða sem og utan þeirra.
  2. Styrkja ásýnd sjúkraliða sem heilbrigðisstarfsmanns.
  3. Tryggja að samstarfsfólk, stjórnendur og aðrir haghafar séu meðvitaðir um nám, hæfni og getu sjúkraliða.
  4. Upplýsa um eðli starfsins. Hvað gerir sjúkraliðinn?
  5. Upplýsa um fjölbreytileika starfsins. Starfið er lifandi og áhugavert.
  6. Upplýsa um kosti vaktavinnu og bæta ímynd slíkrar vinnu.
  7. Upplýsa um tækifæri til launa.
  8. Upplýsa um betri laun vegna aukinnar menntunar og hæfni.
  9. Draga fram kosti nærhjúkrunar.
  10. Draga fram kosti teymisvinnu.
  11. Skerpa á verkaskiptingu milli faglærðra sjúkraliða og ófaglærðra.
  12. Ráðast í átak í að fjölga körlum í stéttinni.
  13. Tryggja nýliðun í innra starfi félagsins.
  14. Efla fagháskólanám með fleiri kjörsviðum.
  15. Auka upplýsingamiðlun frá félaginu.
  16. Auka sýnileika sjúkraliða í fjölmiðlum og á vinnustöðum.

RÉTT ÞJÓNUSTA Á RÉTTUM STAÐ

Framtíðarsýn

  • Sjúkraliðar skulu starfa á ÖLLUM sviðum heilbrigðisþjónustunnar, hvort sem hún er opinber, einkarekin, innan stofnanna eða heima hjá fólki.
  • Sjúkraliðar sinni viðeigandi verkefni í samræmi við hæfni sína.
  • Sjúkraliðar skulu vera metnir að verðleikum og þekktir fyrir fagmennsku og traust.
  • Sjúkraliðar verði öflugt afl innan sinna vinnustaða.
  • Sjúkraliðar leiði einingar og ólíkar starfstéttir á vinnustöðum sínum.
  • Sjúkraliðar skulu fá aukna ábyrgð tengda stjórnun.
  • Sjúkraliðar skulu vera leiðandi í nærhjúkrun.
  • Sjúkraliðar skulu vera leiðandi stétt í heimahjúkrun.
  • Sjúkraliðar skulu starfa í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir, bæði innan stofnana en ekki síst utan þeirra að sameiginlegum hagsmunamálum heilbrigðisstétta.

Aðgerðir og verkefni

  1. Auka samstarf heilbrigðisstétta þar sem samvinna inn á við og út á við verður aukin til muna.
  2. Skapa skal ný regnhlífarsamtök heilbrigðisstétta þar sem sjúkraliðar verða m.a. leiðandi afl sem næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins. Þar með verður til einn öflugasti samstarfsvettvangur launafólks á Íslandi.
  3. Efla heimahjúkrun og -endurhæfingu þar sem rétt þjónusta er veitt á réttum stað.
  4. Huga þarf að réttindum og skyldum sjúkraliða sem starfa eða munu starfa í einkageiranum s.s. inn á heimili fólks.
  5. Huga þarf að verktakavæðingu sjúkraliða, kostum þess og göllum.
  6. Bæta fræðlu um hæfni og getu sjúkraliða innan stofnana.
  7. Uppfæra starfslýsingar í samráði við hæfniþekkingu sjúkraliða.
  8. Tryggja betur framgang sjúkraliða eftir áhuga og styrkleika.
  9. Fjölga stjórnendastöðum fyrir sjúkraliða.
  10. Skýra verkaskiptingu milli starfsfólks.

FÓLKIÐ Í FORGRUNNI

Aðgerðir og verkefni

  1. Auka aðdráttarafl starfsins m.a. með því að tala vel um starf og nám sjúkraliða og draga fram kosti starfsins. Minna tuð og meira fjör!
  2. Skilgreina mönnunarþörf og lágmarksviðmið heilbrigðisstofnana í samtarfi við stofnanir, stjórnvöld og fjárveitingarvaldið.
  3. Tryggja fjölbreytileika í störfum og aukna ábyrgð hjá þeim sem það sækjast eftir.
  4. Taka upp framgangskerfi.
  5. Taka upp launað nám (styrk á námstíma) að danskri fyrirmynd. Hefja samtal við stjórnvöld um slíkt.
  6. Fjölga námsbrautum á fagháskólastigi.
  7. Tryggja aðkomu sjúkraliða að námsgagnagerð.
  8. Auglýsa námið á réttum stöðum.
  9. Auka sýnileika á starfi og námi sjúkraliða í grunnskólum.
  10. Útbúa kynningarefni fyrir námsráðgjafa og jafnvel foreldra um starf sjúkraliða.
  11. Fjölga símenntunarstundum í stofnanasamningum.
  12. Tryggja raunfærnismat sem valmöguleika
  13. Mæta þörfum ungs fólks.
  14. Ráðast í átak að fjölga körlum í stéttinni.

FAGSÝN OG FAGVITUND

Aðgerðir og verkefni

  1. Fjölga starfsþróunarmöguleikum og framþróun í starfi.
  2. Skýra betur verkaskiptingu milli starfsfólks heilbrigðisstofnana
  3. Auka fræðslu annarra starfsmanna og stjórnenda um getu og hæfni sjúkraliða
  4. Tryggja góð og öflug samskipti við samstarfsfólk.
  5. Efla grasrótarstarf félagsins.
  6. Valdefla sjúkraliða í störfum þeirra.
  7. Efla trúnaðarmenn og fræðslu til þeirra ásamt nútímavæðingu kerfisins í kringum þá.
  8. Virkja og styrkja deildir félagsins.
  9. Uppfæra siðareglur.
  10. Breyta hugsanlega nafni á stéttinni.

Ályktanir SLFÍ

Á fulltrúaþingum, félagsstjórnarfundum og trúnaðarmannaráðsfundum Sjúkraliðafélags Íslands hafa verið lagðar fram ályktanir sem lýsa áherslum sjúkraliða í tilteknum málefnum hverju sinni. Þær hafa þá jafnan verið ræddar og bornar upp til samþykkis eða synjunar.  Þær ályktanir sem samþykktar hafa verið á síðustu árum eru þessar:

Ályktanir 32. fulltrúaþings SLFÍ 25. maí 2023
Ályktanir 31. fulltrúaþings SLFÍ 12. maí 2022
Ályktanir 30. fulltrúaþings SLFÍ 18. maí 2021
Ályktanir 29. fulltrúaþings SLFÍ 10. september 2020
Ályktanir 28. fulltrúaþings SLFÍ 7. maí 2019
Ályktanir 27. fulltrúaþings SLFÍ 15. maí 2018


Til baka