Starfsnefndir

Samkvæmt lögum Sjúkraliðafélags Íslands er kosið í starfsnefndir á fulltrúaþingi félagsins sem starfa í umboði og á ábyrgð stjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Starfsnefndir félagsins eru eftirfarandi: fræðslunefnd, laganefnd, kjörnefnd, kjaramálanefnd, siðanefnd, ritnefnd, orlofsheimila- og ferðanefnd, og uppstillinganefnd.

FRÆÐSLUNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að aukinni menntun félagsmanna.

Fulltrúar:

  • Hulda Birna Frímannsdóttir
  • Lára María Valgerðardóttir
  • Saga Ólafsdóttir

Varafulltrúi:

  • Áslaug Steinunn Kjartansdóttir

LAGANEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk laganefndar er að taka til umsagnar tillögur um breytingar á lögum sem stjórn berast. Tillögur laganefndar um breytingu á lögum félagsins eða tillögur annarra sama efnis skulu sendar þingfulltrúum a.m.k. tveimur vikum fyrir boðað fulltrúaþing, samanber 14. gr. laganna.

Fulltrúar:

  • Ásta Marteinsdóttir
  • Freydís Anna Ingvarsdóttir
  • Sigurlaug Ingimundardóttir

Varafulltrúi:

  • Bergþóra Andrea Hilmarsdóttir

KJÖRNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk kjörnefndar er:

  1. Að hafa yfirumsjón með kjöri fulltrúa á fulltrúaþing, kanna kjörbréf þeirra og skila áliti sínu í upphafi þings, samanber ákvæði 17. gr. laga félagsins.
  2. Að undirbúa og stjórna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samkvæmt 15. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
  3. Að undirbúa og stjórna allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamninga og frestun eða loka verkfalls samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar og kjaramálanefndar.
  4. Sjá um allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör formanns samkvæmt 19. gr.
  5. Að undirbúa og annast aðrar atkvæðagreiðslur eða kosningar sem stjórn eða fulltrúaþing, felur kjörnefnd sérstaklega.
  6. Kjörnefnd úrskurðar um úrslit í atkvæðagreiðslum og kosningum, um vafaatkvæði og önnur ágreiningsatriði sem upp koma í atkvæðagreiðslum sem hún annast.

Fulltrúar: 

  • Hulda Birna Frímannsdóttir
  • Sigrún Sigurðardóttir
  • Elísa Finnsdóttir

Varafulltrúi:

  • Nína Gunnarsdóttir

KJARAMÁLANEFND – Fulltrúaþing kýs átta félagsmenn beinni kosningu til að starfa í kjaramálanefnd. Kjörtímabil nefndarinnar er tvö ár. Kosning í nefndina skal fara fram árlega og kosnir fjórir fulltrúar hverju sinni. Hlutverk nefndarinnar við félagsstjórn og trúnaðarmannaráð annast:

  1. Undirbúning kröfugerðar vegna kjarasamninga.
  2. Fylgjast með efnahags- og kjaramálum og veita félagsmönnum upplýsingar um þau efni.
  3. Taka ásamt félagsstjórn,ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalla, samanber ákvæði 38. gr. laga þessa.
  4. Undirskrift kjarasamninga skal gerð með fyrirvara um samþykki félagsmanna að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Við breytingu á kjarasamningi á samningstímabilinu er ekki skylt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu.
  5. Heimilt er, með samþykki kjaramálanefndar og félagsstjórnar félagsins að afgreiða kjarasamninga á almennum félagsfundi.

Fulltrúar: 

  • Sandra B. Franks
  • Kristín Ólafsdóttir
  • Hulda Birna Frímannsdóttir 
  • Kristín Helga Stefánsdóttir
  • Nína Gunnarsdóttir
  • Jakobína Rut Daníelsdóttir
  • Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir
  • Lára María Valgerðardóttir
  • Magnús Einarsson Smith 

SIÐANEFND –  skal kjörin til tveggja ára með beinni kosningu á fulltrúaþingi félagsins. Stjórnarmenn eru ekki kjörgengir til setu í Siðanefnd. Hlutverk nefndarinnar er umsagnaraðili ef ástæða þykir til að víkja félagsmanni úr félaginu á grundvelli 10. gr. laganna. Siðanefnd skal setja siðareglur félagsins og starfsreglur Siðanefndar. 

Fulltrúar:

  • María Birna Veigarsdóttir Olsen 
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir 
  • Rannveig Erlingsdóttir 

Varafulltrúi

  • Helga Rebekka Stígsdóttir

RITNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til þriggja ára. Hlutverk ritnefndar er að koma að útgáfu tímaritsins ,,Sjúkraliðinn“.

Fulltrúar:

  • Helga Rebekka Stígsdóttir
  • Sigurður Guðmann Diðriksson
  • Steinunn Svanborg Gísladóttir

Varafulltrúi:

  • Kristín Helga Stefánsdóttir

ORLOFSHEIMILA- OG FERÐANEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að orlofsmálum félagsmanna með uppbyggingu orlofsheimila og skipulagningu orlofsferða.

Fulltrúar:

  • Ásta Bærings Svavarsdóttir
  • Ólöf Adda Sveinsdóttir
  • Jóhanna Traustadóttir 

Varafulltrúi:

  • Guðrún Ragna Einarsdóttir

UPPSTILLINGARNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til þriggja ára. Kjörtími skal fylgja kjörtíma formanns félagsins. Hlutverk uppstillingarnefndar er að gera tillögu um félaga í stjórn, nefndir, ráð og önnur störf eða embætti sem fulltrúaþing kýs, þ.m.t. fulltrúa félagsins á bandalagsþing og aðalfundi BSRB.

Fulltrúar:

  • Jakobína Rut Daníelsdóttir
  • Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir
  • Ásdís Þorsteinsdóttir
  • Einar Rúnar Kristjánsson
  • Nína Gunnarsdóttir

Varafulltrúar:

  • Anna Spalevic
  • Jóhanna Traustadóttir

MINNINGAR- OG STYRKTARSJÓÐUR – Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum sem kjörnir eru á fulltrúaþingi, þar skal einn stjórnarmanna tilnefndur úr framkvæmdastjórn félagsins.

  • Ásta Bærings Svavarsdóttir
  • Lára María Valgerðardóttir
  • Ingibjörg Ingimundardóttir

SÉRSTAKAR STARFSNEFNDIR – Samkvæmt 21. gr.: er félagsstjórn heimilt að skipa starfsnefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum. Hver nefnd kýs sér formann og skal hann leggja niðurstöður nefndarinnar fyrir félagsstjórn áður en þær eru kynntar á öðrum vettvangi.

Til baka