Starfsnefndir
Samkvæmt lögum Sjúkraliðafélags Íslands er kosið í starfsnefndir á fulltrúaþingi félagsins sem starfa í umboði og á ábyrgð stjórnar, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Starfsnefndir félagsins eru eftirfarandi: fræðslunefnd, laganefnd, kjörnefnd, kjaramálanefnd, siðanefnd, ritnefnd, orlofsheimila- og ferðanefnd, og uppstillinganefnd.
FRÆÐSLUNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að aukinni menntun félagsmanna.
Fulltrúar:
- Hulda Birna Frímannsdóttir
- Lára María Valgerðardóttir
- Saga Ólafsdóttir
Varafulltrúi:
- Áslaug Steinunn Kjartansdóttir
LAGANEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk laganefndar er að taka til umsagnar tillögur um breytingar á lögum sem stjórn berast. Tillögur laganefndar um breytingu á lögum félagsins eða tillögur annarra sama efnis skulu sendar þingfulltrúum a.m.k. tveimur vikum fyrir boðað fulltrúaþing, samanber 14. gr. laganna.
Fulltrúar:
- Ásta Marteinsdóttir
- Freydís Anna Ingvarsdóttir
- Sigurlaug Ingimundardóttir
Varafulltrúi:
- Bergþóra Andrea Hilmarsdóttir
KJÖRNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk kjörnefndar er:
- Að hafa yfirumsjón með kjöri fulltrúa á fulltrúaþing, kanna kjörbréf þeirra og skila áliti sínu í upphafi þings, samanber ákvæði 17. gr. laga félagsins.
- Að undirbúa og stjórna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samkvæmt 15. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
- Að undirbúa og stjórna allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamninga og frestun eða loka verkfalls samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar og kjaramálanefndar.
- Sjá um allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör formanns samkvæmt 19. gr.
- Að undirbúa og annast aðrar atkvæðagreiðslur eða kosningar sem stjórn eða fulltrúaþing, felur kjörnefnd sérstaklega.
- Kjörnefnd úrskurðar um úrslit í atkvæðagreiðslum og kosningum, um vafaatkvæði og önnur ágreiningsatriði sem upp koma í atkvæðagreiðslum sem hún annast.
Fulltrúar:
- Hulda Birna Frímannsdóttir
- Sigrún Sigurðardóttir
- Elísa Finnsdóttir
Varafulltrúi:
- Nína Gunnarsdóttir
KJARAMÁLANEFND – Fulltrúaþing kýs átta félagsmenn beinni kosningu til að starfa í kjaramálanefnd. Kjörtímabil nefndarinnar er tvö ár. Kosning í nefndina skal fara fram árlega og kosnir fjórir fulltrúar hverju sinni. Hlutverk nefndarinnar við félagsstjórn og trúnaðarmannaráð annast:
- Undirbúning kröfugerðar vegna kjarasamninga.
- Fylgjast með efnahags- og kjaramálum og veita félagsmönnum upplýsingar um þau efni.
- Taka ásamt félagsstjórn,ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalla, samanber ákvæði 38. gr. laga þessa.
- Undirskrift kjarasamninga skal gerð með fyrirvara um samþykki félagsmanna að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Við breytingu á kjarasamningi á samningstímabilinu er ekki skylt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu.
- Heimilt er, með samþykki kjaramálanefndar og félagsstjórnar félagsins að afgreiða kjarasamninga á almennum félagsfundi.
Fulltrúar:
- Sandra B. Franks
- Kristín Ólafsdóttir
- Hulda Birna Frímannsdóttir
- Kristín Helga Stefánsdóttir
- Nína Gunnarsdóttir
- Jakobína Rut Daníelsdóttir
- Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir
- Lára María Valgerðardóttir
- Magnús Einarsson Smith
SIÐANEFND – skal kjörin til tveggja ára með beinni kosningu á fulltrúaþingi félagsins. Stjórnarmenn eru ekki kjörgengir til setu í Siðanefnd. Hlutverk nefndarinnar er umsagnaraðili ef ástæða þykir til að víkja félagsmanni úr félaginu á grundvelli 10. gr. laganna. Siðanefnd skal setja siðareglur félagsins og starfsreglur Siðanefndar.
Fulltrúar:
- María Birna Veigarsdóttir Olsen
- Ingibjörg Jóhannsdóttir
- Rannveig Erlingsdóttir
Varafulltrúi
- Helga Rebekka Stígsdóttir
RITNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til þriggja ára. Hlutverk ritnefndar er að koma að útgáfu tímaritsins ,,Sjúkraliðinn“.
Fulltrúar:
- Helga Rebekka Stígsdóttir
- Sigurður Guðmann Diðriksson
- Steinunn Svanborg Gísladóttir
Varafulltrúi:
- Kristín Helga Stefánsdóttir
ORLOFSHEIMILA- OG FERÐANEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til tveggja ára. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að orlofsmálum félagsmanna með uppbyggingu orlofsheimila og skipulagningu orlofsferða.
Fulltrúar:
- Ásta Bærings Svavarsdóttir
- Ólöf Adda Sveinsdóttir
- Jóhanna Traustadóttir
Varafulltrúi:
- Guðrún Ragna Einarsdóttir
UPPSTILLINGARNEFND – skal kosin á fulltrúaþingi til þriggja ára. Kjörtími skal fylgja kjörtíma formanns félagsins. Hlutverk uppstillingarnefndar er að gera tillögu um félaga í stjórn, nefndir, ráð og önnur störf eða embætti sem fulltrúaþing kýs, þ.m.t. fulltrúa félagsins á bandalagsþing og aðalfundi BSRB.
Fulltrúar:
- Jakobína Rut Daníelsdóttir
- Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir
- Ásdís Þorsteinsdóttir
- Einar Rúnar Kristjánsson
- Nína Gunnarsdóttir
Varafulltrúar:
- Anna Spalevic
- Jóhanna Traustadóttir
MINNINGAR- OG STYRKTARSJÓÐUR – Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum sem kjörnir eru á fulltrúaþingi, þar skal einn stjórnarmanna tilnefndur úr framkvæmdastjórn félagsins.
- Ásta Bærings Svavarsdóttir
- Lára María Valgerðardóttir
- Ingibjörg Ingimundardóttir
SÉRSTAKAR STARFSNEFNDIR – Samkvæmt 21. gr.: er félagsstjórn heimilt að skipa starfsnefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum. Hver nefnd kýs sér formann og skal hann leggja niðurstöður nefndarinnar fyrir félagsstjórn áður en þær eru kynntar á öðrum vettvangi.