Fréttir

Trúnaðarmannanámskeið í byrjun febrúar 2015

14 jan. 2015

 

Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.

 

Meginmarkmið Félagsmálaskóla alþýðu er öflug félagsmálafræðsla og menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.

 

Unnið er eftir tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep.

 

Meðal þess sem tekið er fyrir á fyrsta hluta námsins eru spurningar eins og:

 

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum ?
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð?
  • Hvað einkennir góð og slæm samskipti á vinnustað?

 

Frekari upplýsingar um trúnaðarmannanámið má fá á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 og hjá Félagsmálaskóla alþýðu. Skráning í námið fer fram á vef Félagsmálskólans en skráningarsíðuna má nálgast hér.

 

Einnig bendi ég á frétt á vef BSRB sem fjallar um Trúnaðarmannanámskeiðin á komandi vikum.

 

Til baka