Trúnaðarmannanámskeið á sjö stöðum á landinu
23 ágú. 2012
Trúnaðarmannanámskeið á sjö stöðum á landinu.
Mikilvægt er að félagsleg fræðsla trúnaðarmanna sé sem allra best og allir trúnaðarmenn fái tækifæri til að sækja trúnaðarmannanámskeið. Á síðasta misseri var boðið uppá sameiginleg trúnaðarmannanámskeið fyrir öll stéttarfélög innan ASÍ og BSRB. Mæltist það vel fyrir og voru þau vel sótt og því hefur verið ákveðið að hafa framhald á og kenna bjóða uppá áframhaldandi námskeið á sjö stöðum á landinu, á haustönn 2012.
Um er að ræða þrep 2 úr námsskránni, Trúnaðarmannanámskeið I. Auk þess verður boðið uppá fyrri hlutann af þrepi 1 á tveimur stöðum, Vestfjörðum og á Suðurnesjum.