Fréttir

Trúnaðarmannanámskeið – 3. þrep hefst 24. 10, 2011

29 sep. 2011


alt

Næstkomandi mánudag heldur Trúnaðarmannanámskeið BSRB áfram. Kennt verður mánudag og þriðjudag á jarðhæð BSRB-hússins að Grettisgötu 89. Skráning stendur yfir á heimasíðu BSRB.

Að þessu sinni verður farið yfir helstu grundvallaratriði í íslenskum vinnurétti og stofnanasamninga, hlutverk þeirra og uppbygging verður sérstaklega skoðuð. Einnig verður fjallað um starfsmatskerfið, styrktar- og starfsmennta sjóði BSRB. Námskeiðin munu standa frá klukkan 9 að morgni til u.þ.b. 16 með matarhléi á milli.

Kennari að þessu sinni verður Guðrún H. Sveinsdóttir en frekari upplýsingar má nálgast hjá Ásthildi á skrifstofu BSRB (asthildur@bsrb.is) og hér á vefnum þar sem skráning fer einnig fram.

Til baka