Fréttir

Trúnaðarmannanám

13 sep. 2011


13.9.20

 

alt

 

 

 

 

Fyrsta trúnaðarmannanámskeið vetrarins verður haldið í næstu viku, dagana 21. – 23. september. Námskeiðið er haldið af Félagsmálaskóla alþýðu fyrir alla talsmenn stéttarfélaga og hvetur BSRB sem flesta til að nýta sér námskeiðið.

Á hverri önn eru sérhæfð námskeið í boði fyrir alla talsmenn stéttarfélaga. Á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stéttarfélög geta pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína.

Á þessu fyrsta Trúnaðarmannanámskeiði vetrarins verður m.a. farið yfir hvert hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er, í hverju hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað felst og hvar trúnaðarmaður getur aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. 

Annað þrep Trúnaðarmannanámskeiðanna verður svo haldið í byrjun október en alls er um sjö lotur að ræða fram að áramótum. Hægt er að nálgast yfirlit námskeiða vetrarins og skrá sig í þau hér á heimasíðu BSRB (undir liðnum „Bókun námskeiða“ hér til hægri). Þar má líka sjá stundartöflur hvers námskeiðs fyrir sig ásamt námsefni og lista yfir leiðbeinendur. Frekari upplýsingar má svo nálgast á heimasíðu Félagsmálaskólans alþýðu – https://www.felagsmalaskoli.is/ – og Ásthildi á hjá skrifstofu BSRB – asthildur@bsrb.is.

 



Til baka