Fréttir

Torben M. Andersen á opnum fundi hjá BSRB

20 okt. 2011


Torben M. AndersenTorben M. Andersen2Torben M. Andersen, prófessorvið hagfræðideild Árósaháskóla, heldur erindi um norrænu velferðarkerfin á tímum niðurskurðar í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89 á morgun, 21. október kl.10:00. Erindið er öllum opið og að því loknu mun hann svara spurningum viðstaddra.

Erindi Torbens er hluti af aðalfundi BSRB sem jafnframt fer fram á morgun. Ráðgert er að Torben muni fjalla um norrænu velferðarkerfin í rúman klukkutíma og svara svo spurningum viðstaddra. Að því loknu verður gert matarhlé og svo munu hefðbundin aðalfundarstörf hefjast.

Torben þessi  var formaður ráðgjafanefndar dönsku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum frá 2001-2003, formaður velferðarnefndar danska þjóðþingsins frá 2003-2006 og formaður grænlensku skatta- og velferðarnefndarinnar frá 2009-2011. Hann hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum sem hafa fjallað um velferðar- og hagfræðileg málefni, m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Kanada.

Eftir hann liggja margar greinar og rannsóknir á norræna velferðarkerfinu og það má eiginlega fullyrða að hann er manna fróðastur á þessu sviði.  Hann veltir upp áhugaverðum spurningum um norræna velferðarkefið sem hann hefur leitað svara við með rannsóknum.

BSRB hvetur sem felsta til að mæta og hlýða á það sem Torben hefur fram að færa.

Til baka