Tilkynning til félagsmanna vegna verkfalls 19. maí
18 maí. 2014
Samningafundi var frestað hjá ríkissáttasemjara nú kl. 18.00, án samkomulags,
þannig að verkfall hefst í kvöld á miðnætti.
Klukkan 7.30 í fyrramálið eru allir boðaðir á fund að Grettisgötu 89.
Trúnaðarmenn og aðrir félagsmenn koma til fundarins því mjög mikilvægt er að sem
flestir mæti því verkfallið er allur sólarhringurinn og þ.v. nauðsynlegt að geta dreift
álaginu á verkfallshópana.
Farið verður yfir hvernig gekk á fundum helgarinnar og framhald aðgerða skipulagt.
Að loknum fundi fara trúnaðarmenn Sjúkraliðafélagsins og trúnaðarmenn SFR ásamt
öðrum félagsmönnum í verkfallsvörslu, farið er á sama vinnustað og á fimmtudaginn
var.
Heimsóknin gengur út það sem áður hefur komið fram að líta við á vettvangi og
tryggja að ekki sé verið að fremja nein verkfallsbrot og láta vinnustaðinn vita að við
tökum verkfallið mjög alvarlega.
Verkfallsverðir og aðrir félagsmenn mæta aftur kl. 15.00 og verður verkfallsvarslan
gerð upp og atburðir skráðir.
Sjáumst sem flest, því samstaða er afl sem ekkert fær staðist.
Með góðri kveðju
Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri SLFÍ sími 863-9471
Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR sími 893- 9879