Tilkynning frá Framvegis símenntun
8 júl. 2014
Stjórn og starfsfólk Framvegis vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri vegna bruna í Skeifunni 11 í gær, sunnudagskvöld.
Við færum slökkviliði og björgunarfólki einlægar þakkir fyrir frábært og óeigingjarnt starf síðast liðinn sólarhring vegna brunans í Skeifunni. Talsvert tjón varð á húsnæði Framvegis en þó mun minna en útlit var fyrir í fyrstu. Við sjáum því fram á að starfsemi Framvegis hefjist samkvæmt áætlun í haust enda eru mörg spennandi námskeið og verkefni framundan.
Allar upplýsingar eru veittar í síma 8616129 á meðan rafmagnslaust er í húsinu. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn á facebook síðu Framvegis. Skráning á námskeið fer sem áður fram í gegnum vefinn okkarwww.framvegis.is.
Kær kveðja, stjórn og starfsfólk Framvegis