Skýrsla um kynjahlutfall í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríksins komin út
11 okt. 2011
Skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna er nú komin út. Þar má finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2010 auk þess sem þróun á kynjahlutfalli síðustu ára er skoðuð.