Skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga
23 okt. 2014
Skrifað var undir nýjann kjarasamning milli Sjúkraliðafélags Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í kvöld.
Samningurinn inniber m.a. lagfæringu á launatöflu, endurskoðun launaröðunar og hækkaða persónuuppbót.
Samningurinn gildir fram í apríl 2015 og er afturvirkur frá því 1. ágúst sl.
Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum mun gefast kostur á að kynna sér samninginn á heimasíðunni og kjósa um hann fyrir 13. nóv nk.