Sjúkratryggingar Íslands veita upplýsingar um réttindastöðu sjúklinga rafrænt
26 sep. 2011
– Þjónustugáttir SÍ og rafræn tenging við veitendur heilbrigðisþjónustu
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nýlega hafið rafræna miðlun upplýsinga um réttindastöðu sjúklinga til almennings og veitenda heilbrigðisþjónustu (t.d. lækna og apóteka) bæði í gegnum þjónustugáttir stofnunarinnar og með rafrænni tengingu.
Þetta þýðir að veitendur heilbrigðisþjónustu geta nú nálgast rafrænt upplýsingar til að ákvarða rétta kostnaðarþátttöku sjúklinga án frekari staðfestinga eða framvísunar á afsláttarskírteinum. Á sama tíma getur almenningur skoðað rafrænt eigin réttindi, sótt afsláttarkort og skoðað reikningsyfirlit og endurgreiðslur vegna heilbrigðisþjónustu.