Fréttir

Sjúkraliðar samþykkja verkfall

20 jan. 2015

Sjúkraliðar samþykkja tveggja daga verkfall

alt

Sjúkraliðar sem starfa á Múlabæ og Hlíðabæ hafa samþykkt tveggja daga verkfall í febrúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfallið mun standa yfir 4. til 5. febrúar frá kl. 8-16. Náist ekki að semja eftir fyrstu verkfallslotuna hefst þriggja daga verkfall 11. febrúar og ótímabundið frá og með átjánda febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Múlabær er dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja og Hlíðabær er dagþjálfun fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóma. Báðar stofnanirnar eru í Reykjavík.

Til baka