Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði tvo kjarasamninga í dag 22. janúar 2015
22 jan. 2015
Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði tvo kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í dag.
Annars vegar við Múlabæ / Hlíðabæ og hins vegar við FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga.
Báðir samningarnir gilda til 30. apríl 2015.
Boðuðu verkfalli hjá Múlabæ/Hlíðabæ sem hefjast átti 3. febrúar nk. er frestað þar til í ljós kemur hvort samninngurinn verði samþykktur.
Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Dagný Egilsdóttir , skrifstofustjóri Múlabæjar/Hlíðabæjar handsala kjarasamninginn við formann SLFÍ Kristínu Á. Guðmundsdóttur.
Boðuðu verkfalli hjá stofnuninni er frestað þar til í ljós kemur hvort samningurinn er samþykkur.
Árni Sverrisson formaður stjórnar FAAS handsalar nýjan kjarasamning við formann SLFÍ. Með á myndinni er Elísabet S. Ólafsdóttir hjá embætti ríkissáttasemjara en hún stýrði viðræðunum