Fréttir

Sjúkraliðafélagið fer með SFR og Landsambandi lögreglumanna í kjaraviðræður við ríkið

19 mar. 2015

Sam­einuð í kjaraviðræðum

800188

Krist­ín Guðmunds­dótt­ir formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands, Snorri Magnús­son formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna og Árna Stefán Jóns­son formaður SFR stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu

Þrjú stærstu fé­lög­in inn­an BSRB sem semja við Ríkið hafa tekið hönd­um sam­an og leggja fram sam­eig­in­lega kröfu­gerð í kom­andi kjara­samn­ingsviðræðum. Þetta eru SFR stétt­ar­fé­lag í al­mannaþjón­ustu sem sem­ur fyr­ir um 3.500 starfs­menn, Lands­sam­band lög­reglu­manna með rúm­lega 600 starfs­menn og Sjúkra­liðafé­lag Íslands með um 1.100 starfs­menn hjá rík­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Nú­ver­andi aðstæður á vinnu­markaði kalla á sterka viðspyrnu gagn­vart viðsemj­end­um og telja for­svars­menn fé­lag­anna að sá styrk­ur sem af sam­starf­inu fæst muni nýt­ast vel í viðræðunum framund­an. Eins og staðan er í dag er lík­legra en ekki að til aðgerða þurfi að grípa til að ná fram kröf­um fé­lag­anna. Enda hafa full­trú­ar rík­is­ins hvorki talað fyr­ir mikl­um hækk­un­um né leiðrétt­ing­um á laun­um rík­is­starfs­manna und­an­farna mánuði.

Síðar í dag munu full­trú­ar úr samn­inga­nefnd­um fé­lag­anna þriggja hitta samn­inga­nefnd rík­is­ins hjá sátta­semj­ara og leggja fram hug­mynd að viðræðuáætlun.

Í næstu viku mun kröfu­gerð SFR stétt­ar­fé­lags, Sjúkra­liðafé­lags Íslands og Lands­sam­bands lög­reglu­manna verða kynnt á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi.

Til baka