Fréttir

Ronda og hvítu þorpin á Spáni í september

10 mar. 2022

Í september er ferðinni heitið til Ronda, sem er upp í fjöllunum fyrir ofan Malaga.
Bærinn er þekktur fyrir tilkomumikið bæjarstæði, kirkjur og arabísk böð. Ronda stendur á stórum klettum sem skornir eru í tvennt af miklu gili Guadelvinárinnar, EL Tajo, sem skiptir bænum í Márahlutann Ciudad og kristna hlutann Mercadillo, en hann var byggður eftir að kristnir men tóku borgina árið 1485.

Flogið í beinu flugi með Neos til Malaga að morgni 22. september. Gist verður þrjár nætur í Ronda, tvær nætur í fjallaþorpinu Benarrabá og tvær nætur í strandbænum Estepona.

Hámarksfjöldi í ferðina er 16 manns og kostar 210.000 krónur fyrir félagsmenn SLFÍ.
Skráning hefst þann 6. apríl klukkan 13.00 á skrifstofu félagsins og í síma 553 9494.

El Tojo gilið aðskilur bæjarhluta Ronda – útsýnið fagurt, en varla fyrir lofthrædda

Dagur 1 – 22. september
Flogið til Malaga 9:00.
Ekið til Ronda. Innritun á hótel í Ronda

Dagur 2 – 23. september
Morgunmatur
Ekið til Benjojan, þar sem gangan byrjar.
13 km ganga um dal Guadiro árinnar millihvítu þorpana Benaojan og Jimera de Libar
Þriggja rétta máltíð í göngu lok og síðan ekið til Ronda

Dagur 3 – 24. september
Morgunmatur
Gengið niður í gjánna El Tajo og í kringum gömlu múrana og yfir í Guadealvín dalinn, um 12.5 km.
Endum gönguna í Ronda og þriggja rétta máltíð í lok göngu. Gist í Ronda

Dagur 4 – 25. september
Morgunmatur
Gengið milli þorpana Algatocín-Benarrabá og Genalguacil, um 15 km.
Þriggja rétta máltíð í lok göngu og gist í Benarraba

Dagur 5 – 26. september
Morgunmatur
Mirador de Chorruuelo- Lians del Ray.
9 km. ganga í fjallendi í nágrenni Benarrba, þriggja rétta máltíð í lok göngu. Gist í Benarraba

Dagur 6 – 27. september
Morgunmatur
Gengið frá Casares til Estepona ca 14 km.
Máltíð í lok göngu
Gist á hóteli í Estepona

Dagur 7 – 28. september
Morgunmatur og frjáls dagur í Estepona

Dagur 8 – 29. september
Morgunmatur
Flogið frá Malaga kl. 16. 40 með beinu flugi til Íslands

Ferðaskipuleggjandi og fararstjóri er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, sjúkraliði og leiðsögumaður,
sími 6944920, netfang: kadlinheida@gmail.com.

Til baka