Ráðstefna 3. október 2014. Ný hugsun og þróun í heimaþjónustu.
14 ágú. 2014
3. október 2014: Ný hugsun og þróun í
heimaþjónustu í hinum vestræna heimi
Ráðstefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu
3. október 2014, Nauthóll, Reykjavík
Öll Norðurlöndin hafa mótað stefnu byggða á þeirri sýn að sem flestir geti búið á eigin
heimili, óháð aldri, heilsufari og fötlun. Því hefur samþætt þjónusta við fólk á heimilum
sínum aldrei verið mikilvægari en nú. Á ráðstefnunni verður skoðuð reynsla Norðurlandanna
af samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og lagt mat á hvernig hún
mætir þörfum notenda, dregur úr stofnanaþjónustu og hvort um sé að ræða fjárhagslegan
ávinning af henni. Kynnt verða fyrirmyndarverkefni frá sveitarfélögum á Norðurlöndunum.
Ráðstefnan er hluti af viðburðaröð velferðarráðuneytisins á sviði félags- og
heilbrigðismálavegna formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni á árinu 2014.
Ráðstefnan er öllum opin og gjaldfrjáls, en skráningar er krafist á
Erindi á ráðstefnunni eru á ensku og skandinavísku. Sjá dagskrá á vef velferðarráðuneytis,