Fréttir

Ráðstefna – Sjúkraliðadagurinn 2025!

29 jan. 2025

Dagsetning: 5. maí 2025
Staðsetning: Silfurberg, Harpa, Reykjavík
Tími: 9:30 – 15:00

Komdu og vertu með á Sjúkraliðadeginum 2025, viðburði sem haldinn er í samstarfi Sjúkraliðafélags Íslands, Framvegis, Landspítalans og Reykjavíkurborgar. Viðburðurinn er vettvangur til að efla fagþekkingu, styrkja tengslanet og kynna sér nýjungar í faginu.

Hagnýtar upplýsingar:

Þátttökugjald: 5.000 kr.
Félagsmenn geta sótt um styrk úr fræðslusjóðum vegna þátttökugjalds og ferðakostnaðar (gisting, flug).
Vakin er athygli á að þátttaka sjúkraliða í Sjúkraliðadeginum 5. maí nk. og mögulegt launað námsleyfi til að sækja ráðstefnuna er háð samkomulagi við viðkomandi stjórnanda. Það er þó mikilvægt að benda á að slík launuð þátttaka getur fallið undir ákvæði í 10. kafla kjarasamnings félagsins.

Skráning hófst 30. janúar 2025

Ekki missa af tækifærinu til að taka þátt!
Við hvetjum alla sjúkraliða til að koma saman á þessum degi, njóta fræðslu og samveru með öðrum í faginu.

Til baka