Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2016
6 okt. 2016
Ágæti viðtakandi!
Vek athygli þína á Evrópsku vinnuverndarvikunni sem verður 17.-21. október nk. en þema árin 2016-2017 er VINNUVERND ALLA ÆVI. Vinnuaðstæður snemma á lífsleiðinni hafa áhrif á heilbrigði fólks á efri árum. Forvarnir vegna vinnuslysa, heilsufarsvandamála og starfstengdra sjúkdóma eru nauðsynlegar alla starfsævina.