Fréttir

Ráðstefna um lífsgæði aldraðra

16 nóv. 2017

lifsgadi

 

TAKTU FRÁ ÞRIÐJUDAGINN 21. NÓVEMBER!

Ágætu sjúkraliðar og sjúkraliðar með sérnám      

Mér er ánægja að bjóða ykkur til áhugaverðrar ráðstefnu um lífsgæði aldraðra þriðjudaginn 21. nóvember n.k.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af 60 ára afmæli Hrafnistu og 80 ára afmæli Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Ráðstefnan fer fram kl 9-16, í Silfurbergi í Hörpu. Fyrir hádegi verður áherslan lögð á starfsfólk í velferðar- og heilbrigðisþjónustu en eftir hádegi verður almenningi boðið að slást í hóp ráðstefnugesta og njóta dagskrárinnar.

Fram koma með annars reynsluboltar úr starfsemi Hrafnistu, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Ari Eldjárn skemmtikraftur, Einar Kárason rithöfundur, Sigríður Thorlacius söngkona og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhanesson, auk nokkra annara. Ráðstefnustjóri er Gísli Einarsson fjölmiðlamaður.

Formleg dagskrá verður kynnt á næstunni. Þátttakendum er boðið til leiks án endurgjalds og skráðum þátttakendum er boðið í hádegverð.

Hægt er að fylgjast með Facebook-síðu ráðstefnunnar hér:

Skráning fer fram á netfanginu: skraning@hrafnista.is

Allir velkomnir

Endilega takið daginn frá og ég vonast til að sjá ykkur með okkur í Hörpunni!

Bestu kveðjur,

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna

Til baka