POWERtalk á Íslandi kynningarfundur
14 jan. 2015
Kæri viðtakandi,
Við hjá POWERtalk á Íslandi viljum bjóða ykkar félagsmönnum á kynningarfund fimmtudaginn 15. janúar nk. þeim að kostnaðarlausu. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali.
Á fundinum munu nokkrir POWERtalk félagar segja frá hvað þeir hafa fengið út úr starfinu í samtökunum, við munum kynna hagnýt atriði sem tengjast starfseminni og rúsínan í pylsuendanum verður svo örnámskeið í flutningi tækifærisræða.
Fundurinn verður haldin á Hallveigastöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík og hefst kl. 20.
Meira má lesa um fundinn á heimasíðu okkar www.powertalk.is