Fréttir

Nýir ráðlagðir dagskammtar (RDS) fyrir vítamín og steinefni

31 okt. 2013

D vítamín er nauðsynlegt fyrir þá sem lifa á norðlægum slóðum og fá litla sól. <em></em>“ /></span></b></p>
<p style=Nýir ráðlagðir dagskammtar (RDS) fyrir vítamín og steinefni

Ísland hefur tekið upp nýja  ráðlagða dagskammta (RDS) fyrir vítamín og steinefni. Helstu breytingar frá síðustu ráðleggingum eru þær að RDS fyrir D-vítamín hafa verið hækkaðir. RDS fyrir D-vítamín er nú 15 míkrógrömm, µg (600 AE) fyrir aldurshópinn 10 til 70 ára, en 20 míkrógrömm, µg (800 AE) fyrir fólk yfir sjötugt. Ráðlagður dagskammtur fyrir börn yngri en 10 ára og ungbörn er 10 míkrógrömm, µg (400 AE) á dag. Nú er einnig ráðlagt að byrja að gefa ungbörnum D-vítamíndropa (10 míkrógrömm, µg) frá 1-2 vikna aldri í stað fjögurra vikna aldurs áður til samræmis við Norrænar ráðleggingar. 
RDS fyrir selen hjá fullorðnum hafa sömuleiðis verið hækkaðir.

Nánari upplýsingar um nýja ráðlagða dagskammta (RDS) fyrir vítamín og steinefni er að finna í frétt á heimasíðu Embættis landlæknis.

 

Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir
verkefnisstjórar næringar hjá Embætti landlæknis

 

Til baka