Fréttir

Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum „Lært fyrir lífið“

20 ágú. 2014


10690614










Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum 
„Lært fyrir lífið“

 

Staður: Svartsengi, Grindavík, Ísland.  Dagsetning: 25. september 2014, 9:00-17:00. Fríar rútuferðir frá Kringlunni 1 og til baka um kvöldið. 

Íslensk stjórnvöld boða til norrænnar ráðstefnu um náms- og starfsþjálfunartækifæri í atvinnulífinu fyrir fólk á öllum aldri. Ráðstefnan er m.a. liður í þátttöku Íslands í norræna verkefninu Hållbar nordisk välfärd (HNV), þeim hluta þess sem snýr að námi á vinnustað (Lärande på arbetsplats, LPA).

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þróun menntakerfisins og möguleikum þess til að tengjast betur fyrirtækjum og stofnunum með það að leiðarljósi að ungt fólk og atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að fá þjálfun þar sem hluta af námi sínu. Jafnframt verður athygli beint að möguleikum atvinnuleitenda til starfsþjálfunar innan fyrirtækja eða stofnana sem hluta af starfsleitaráætlunum sínum.

Þýðing er í boði á ensku og skandinavísku. 

Skráning á slóðinnihttps://www.eventure-online.
Dagskrá á https://www.vinnumalastofnun.is/files/dagskra_island2_1551129234.pdf

Til baka