Fréttir

Niðurstaða í Íslandsmeistaramóti Iðn og verkgreina þar sem keppt var í hjúkrun

11 mar. 2014

1-IMG 1779

Sigurlið Verkmenntaskólans á Akureyri þær Helga Margrét Jóhannesdóttir og Anna Fanney Stefánsdóttir

 

 

Íslandsmót iðn- og verkgreina lauk laugardaginn 8. mars. 

Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið í Kórnum í Kópavog. Mótið er haldið annað hvert ár. Sú nýbreytni var í ár að keppnin stóð yfir í þrjá daga.

Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í greinunum hefur upp á að bjóða. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Gestir sem komu, fengu tækifæri til að snerta og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.

Grunnskólanemendur voru boðnir sérstaklega velkomnir.

Niðurstaða í Íslandsmeistaramótinu þar sem keppt var í hjúkrun var að lið Verkmenntaskólans á Akureyri fór með sigur úr bítum. 

Sjúkraliðafélag Íslands óskar þeim stöllum og skólanum þeirra hjartanlega til hamingju með sigurinn. 

 

Á heimasíðum ASÍ og félaga innan Samiðnar er að finna fjöldann allan af myndum frá keppninni

Sjá heimasíðu félags iðn og tæknigreina 

 

 

 

Til baka