Fréttir

Námskeið fyrir talsmenn og áhugafólk um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða

11 mar. 2014

Námskeið fyrir talsmenn og áhugafólk um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða

Allt sem þú vilt vita um lífeyrissjóðina

 

Námskeiðið er tveggja daga yfirlitsnámskeið þar sem farið er yfir helstu þætti er snerta hlutverk og starfsumhverfi lífeyrissjóðanna, fjallað um  réttindakerfið, lagaumhverfi sjóðanna, eignir og fjárfestingarheimildir auk þess sem rætt er um hlutverk stjórnarmanna og hæfi þeirra. 

 

Námskeiðið er góður inngangur fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn og gagnast vel þeim sem áhuga hafa á stjórnarstörfum í lífeyrissjóðunum, tilvonandi stjórnarmönnum, starfsmönnum lífeyrissjóða, fulltrúaráðum lífeyrissjóða, starfs- og stjórnarmönnum stéttarfélaga, fulltrúum í lífeyrisnefndum félaga og öðrum þeim sem hafa áhuga á málefninu. 

 

Námskeiðið verður haldið dagana 3. – 4. apríl, Borgartúni 30, 6. hæð.

 

Kostnaður pr. þátttakanda er kr. 60 þúsundinnifalið er matur og námskeiðsgögn.

 

Síðasti skráningardagur er 26. mars.  Vinsamlegast skráið ykkur í gegnum heimasíðu Félagsmálaskólans, www.felagsmalaskoli.is

 

Sjá nánara fyrirkomulag í fylgiskjali

 

 

 

 

  

 


 Lítið FA

Til baka