Fréttir

Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi

27 sep. 2012


alt


Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi

Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámið verður haldið 3. og 4. október næstkomandi kl: 16:00-19:00 .

Markmið námskeiðs er að verðandi leiðbeinendur: 

Verði færari um að leiðbeina sjúkraliðanemum í verknámi.
Þekki hlutverk leiðbeinenda í verknámi sjúkraliðanema.
Kynnist meginhugmyndum kennslufræðinnar, sem snýr að verknámi.
Þekki fyrirkomulag sjúkraliðanáms í fjölbrautaskólum.
Verði hæfari til þess að meta framfarir sjúkraliðanema í verknámi og geti skýrt frá þeim grundvallarviðmiðum sem námsmat í verknámi miðast við

Deildarstjórar skrá sjúkraliða til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: framvegis@framvegis.is“ target=“_blank“ style=“color:rgb(17, 85, 204)“>framvegis@framvegis.is

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst

 

 

Til baka