Næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður
15 maí. 2014
Nú þegar þetta er skrifað hefur næsti samningafundur ekki verið boðaður hjá ríkissáttasemjara
Verkfallsdagurinn gekk nokkuð vel fyrir sig, lítið var um verkfallsbrot, en nú er verið að skoða nokkur mál sem áhöld eru um hvort séu verkfallsbrot.
Orðsending verður send á yfirmenn stofnanna og félögin munu vera í sambandi við Eflingu og félag hjúkrunarfræðinga um að ekki verði farið í störf félagsmanna okkar.
Ef ekki semst fyrir n.k. mánudaginn 19. maí, er mjög mikilvægt að allir mæti í verkfallsmiðstöðina á Grettisgötu 89, á milli 7.30 – 7.45, mikið mun mæða á verkfallsvörðum því þá er sólarhrings verkfall.
Gert er ráð fyrir að trúnaðarmenn okkar stýri áfram verkfallsvörslunni, en aðrir félagsmenn komi einnig á vettvang til tryggja að ekki sé um verkfallsbrot að ræða og sýna þann styrk sem einkennt hefur félagsmennina.
Samstaða er afl sem ekkert fær staðist!
Gunnar Örn Gunnarsson,
framkvæmdastjóri SLFÍ
sími 863-9471