MND félagið stendur fyrir Norrænni ráðstefnu
18 ágú. 2014
MND félagið stendur fyrir Norrænni ráðstefnu á Grand Hótel 29. og 30. ágúst
Hér í viðhengi er dagskrá ráðstefnunnar sem er mjög fjölbreytt og vönduð. Vandaðir fyrirlesarar frá mörgum löndum og allir áhugasamir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við vekjum sérstaka athygli á t.d. Dr. Anna Marconi sem fjallar um mikilvægi kynlífs fyrir fatlaða og hegðunarbreytingar hjá mörgum sem veikjast af taugasjúkdómum. Kiki Qu frá Tævan segir frá ferðalagi sínu og Tom í gegnum alvarleg veikindi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun segja okkur sína skoðun. Fjallað verður um réttindi fólks á Íslandi í kerfinu, líf í öndunarvélum, tjáningu, mikilvægi hreyfingar, líkamsbeitingu, samskipti án raddar, tjáningar AP, hristivörn fyrir skjálfta í höndum, mikilvægi aðgengis, rannsóknir og sjálfstætt líf svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnugjöldum er stillt í hóf og getur þátttakandi valið um að vera báða dagana eða annanhvorn daginn. Mikilvægt er að skrá þátttöku sem fyrst. Öryggismiðstöðin, Eirberg, Fastus, Tölvumiðstöð og Lift lab munu kynna nýjungar í hjálpartækjum.
Kær kveðja, Guðjón Sigurðsson www.mnd.is S. 823 7270