Minna á að skráning stendur yfir á Trúnaðarmannanámskeið
17 sep. 2014
Ég vil minna á að skráning stendur yfir á Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.
Trúnaðarmannafræðslan hefur verið einn af lykilþáttum í starfsþjálfun trúnaðarmanna og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar undanfarin ár. Meginmarkmið hennar er að veita menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.
Hægt er að skrá sig hér og nálgast allar frekari upplýsingar á heimasíðu Félagsmálaskólans.