MANNAUÐSMÁL RÍKISINS – 2 STEFNA STJÓRNVALDA OG STAÐA MANNAUÐSMÁLA RÍKISINS
12 okt. 2011
Mannauðsstjórnun felst m.a. í því að beita markvissum aðferðum til að efla
starfsmenn og bæta frammistöðu þeirra. Nokkrar nýlegar rannsóknir benda til þess að
allnokkur munur sé á mannauðsstjórnun hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum og að mikið svigrúm sé til úrbóta á þessu sviði hjá ríkinu. Þá hafa
rannsóknir sýnt að sterk tengsl eru á milli árangursríkrar mannauðsstjórnunar og
velgengni stofnana. Veigamikill hluti nútíma mannauðsstjórnunar er að frammistaða
sé metin með reglubundnum hætti. Það er m.a. forsenda þess að unnt sé að taka á
ófullnægjandi árangri starfsmanna og hvetja þá til dáða. Ríkisendurskoðun telur að
stjórnvöld verði að leggja meiri áherslu á að bæta mannauðsstjórnun og efla fræðslu
um hana til stjórnenda ríkisins