Málþing um mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu 31. október 2013
24 okt. 2013
BSRB mun efna til málþings um mikilvægi öflugrar heilbrigðisþjónustu og þann mannauð sem þar starfar fimmtudaginn 31. október 2013. Málþingið mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 og hefst dagskráin kl. 13:00. Þátttakendur munu svo sitja fyrir svörum að lokinni formlegri dagskrá málþingsins.
Ráðstefnan er öllum opin og dagskrá hennar má sjá hér að neðan.