Mætum öll í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins
28 apr. 2017
Samstaðan hefur skilað íslensku launafólki miklu á undanförnum áratugum. Þá samstöðu sýnum við með því að mæta í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins.
BSRB hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugöngu og á baráttufundi hvar sem þeir eru á landinu.
Bandalagið tekur þátt í kröfugöngu í Reykjavík. Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 og hefst kröfuganga klukkan 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.