Launa- og lífeyrisreiknivélar
Vaktareiknir
Vaktareiknirinn gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum kerfisbreytinga í vaktavinnu sem tóku gildi 1. maí 2021 á vinnumagn og laun útfrá fyrirliggjandi forsendum hvers og eins.
Lífeyrisréttindi
Starfslok eru tímamót í lífi hvers manns og fela í sér miklar breytingar. Með undirbúiningi er auðveldara að takast á við þessar breytingar. Algengast er að fólk hefji töku lífeyris við 67 ára aldur. Ljóst er að tíminn eftir starfslok, eftirlaunaárin, getur verið álíka langur og tímabilið sem fólk er á vinnumarkaði, eða um 20-30 ár. Því eru það miklar breytingar í lífi fólks þegar kemur að starfslokum og eftirlaunin taka við. Starfslok eru jafnan tímamót sem launþegar dreyma um. Þau eru skilgreind sem tækifæri til að upplifa frelsi frá þrýstingnum sem verður til í starfi, ábyrgðinni og takmörkun frítíma. En einnig geta þetta verið tímamót sem margir kvíða fyrir, vinnan hefur lengi verið hluti af lífi fólks og skapað ákveðna rútínu.
Rannsóknir sýna að til þess að fólk geti tekist á við þessar miklu breytingar í lífi sínu skiptir miklu máli að undirbúa sig fyrir tímamótin. Sérstaklega er mikilvægt að undirbúa sig eins vel og unnt er í fjármálum. Til að auðvelda sjúkraliðum undirbúninginn má lesa það helsta um lífeyrisréttindi hér.
LSR, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Upplýsingar um tegundir og fjárhæð lífeyris; allar upplýsingar um greiðslur lífeyris.
Hér finnur þú svör við helstu spurningum um lífeyrisréttindi, lífeyri og séreign hjá LSR
Glærukynning: A-deild, B-deild geymdur réttur og séreign LSR
Glærukynning: B-deild LSR
Brú, lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Hér finnur þú upplýsingar um lífeyrisréttindi við starfslok hjá Brú.
Þú kannar réttarstöðu þína í Lífeyrisgáttinni með því að skrá þig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum
Tryggingastofnun
Þeir sem eru 65 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár eiga einhvern rétt á ellilífeyri.
Í reiknivél Tryggingastofnunar er hægt að slá inn mismunandi forsendur og sjá niðurstöðu hver ellilífeyrir verður.
Fólk fær lífeyri ýmist eingöngu frá Tryggingastofnun, eingöngu frá lífeyrissjóðum eða bæði frá Tryggingastofnun og úr lífeyrissjóði.
Lágmarksgreiðslu ellilífeyris frá Tryggingastofnun fá þeir sem hafa engar aðrar tekjur utan Tryggingastofnunar ef þeir byrja töku ellilífeyris í næsta mánuði eftir að 67 ára aldri er náð, og að þeir hafi 100% búsetuhlutfall, þ.e. ekki skertan lífeyrir vegna búsetu erlendis.
Reiknaðu út hvað þú færð í ellilífeyri frá Tryggingastofnun: