Kosning um nýgerðan kjarasamning
15 maí. 2014
Sjúkraliðafélags Ísland við ríkið
Kosning um samninginn verður rafræn og fer fram á heimasíðu Sjúkraliðafélags Íslands og hefst fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00 og lýkur mánudaginn 19. maí kl. 13.00.
Búið er að setja upp kosningahnapp á heimasíðu félagsins https://www.slfi.is „Kosning“
Eftir að smellt er á hnappinn þá er viðkomandi beðinn um félagsnúmer. Félagsnúmerið er á félagskírteininu þínu fyrir árið 2014. Ef einhver vandamál koma upp, þá vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu félagsins á opnunartíma í síma 553 9493.
Mikilvægt að allir kjósi
Samstaða er afl sem ekkert fær staðist
Kjaramálanefnd SLFÍ
BSRB 1 MAY 14 2014 22 04 from Sjúkraliðafélag Íslands on Vimeo.