Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur
8 júl. 2024
Í dag lauk atkvæðagreiðslu á nýgerðum kjarasmaningi Sjúkraliðafélags Íslands við Reykjavíkurborg og var hann samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Samkvæmt þessum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 23.750 krónur eða 3,25% á mánuði og verða launahækkanir til útborgunar um næstu mánaðarmót, afturvirkt frá 1. apríl 2024. Þá munu persónuálag taka breytingum á samningstímanum og fara úr 1,5% í 1,8% fyrir hvert þrep. Einnig var símenntunarþrepum fjölgað úr þremur í fjögur. Desember- og orlofsuppbætur hækka einnig á milli ára. Kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar má nálgast hér.