Fréttir

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

8 júl. 2024

Í dag lauk atkvæðagreiðslu á nýgerðum kjarasmaningi Sjúkraliðafélags Íslands við Reykjavíkurborg og var hann samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Sam­kvæmt þessum nýja samningi munu mánaðar­laun hækka um að lág­marki 23.750 krónur eða 3,25% á mánuði og verða launahækkanir til útborgunar um næstu mánaðarmót, afturvirkt frá 1. apríl 2024. Þá munu persónuálag taka breytingum á samningstímanum og fara úr 1,5% í 1,8% fyrir hvert þrep. Einnig var símenntunarþrepum fjölgað úr þremur í fjögur. Desem­ber­- og orlofsuppbætur hækka einnig á milli ára. Kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar má nálgast hér.

Til baka