Fréttir

Íslandsmeistaramót iðn-og starfsgreina

24 feb. 2014

 

0214 skillsiceland-lettnet-1

Dagana 6. – 8. mars 2014 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina í Kórnum í Kópavogi. Íslandsmót iðn- og verkgreina er viðburður sem haldinn er annað hvert ár en sú nýbreytni verður þetta árið að keppnin mun standa yfir í þrjá daga. Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í greinunum hefur upp á að bjóða. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Gestir sem koma, fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.

Grunnskólanemendur eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Þetta er annað skiptið sem Sjúkraliðafélag Íslands tekur þátt og teflir nú fram sjúkraliðanemum frá fjórum skólum.

Sjá nánar hér.

Til baka