Fréttir

Innanríkisráðherra fór yfir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá SÞ

10 okt. 2011

Innanríkisráðherra fór yfir stöðu mannréttindamála á Íslandi hjá SÞ

10.10.2011

Ögmundur JónassonÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra og sendinefnd frá Íslandi svöruðu fyrir stöðu mannréttindmála á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, mánudaginn 10. október.

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi var send til Sameinuðu þjóðanna í júlí síðastliðnum en hún er hluti af úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Vinnuhópur á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri ráðuneyta vann að gerð skýrslunnar í samræmi við drög að kaflaskipan sem kynnt var fyrir fjölmörgum hagsmunaaðilum og félagasamtökum sem starfa á sviði mannréttindamála. Skýrsluna má nálgast hér eins og hún var send SÞ á ensku.Úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála hófst 2008 með nýju eftirlitskerfi á vegum SÞ og hafa  aðildarríkin nú í fyrsta sinn að skoðað stöðuna hvert hjá öðrum með beinum hætti. Markmiðið er að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum og að hvetja ríki til að uppfylla skuldbindingar á sviði mannréttindamála.

Sendinefnd Íslands er, auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, skipuð þeim Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðingi í innanríkisráðueneytinu, Guðríði Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu og starfsmönnum úr fastanefnd Íslands í Genf.

Til baka