Fréttir

Heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni og grundvallarbreytingar á réttindum ellilífeyrisþega.

7 mar. 2013

86494662 jpg 960x960 upscale q99


Í dag mælti Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni og grundvallarbreytingar á réttindum ellilífeyrisþega. 

Meginmarkmiðið er að einfalda löggjöfina, skýra betur réttindi lífeyrisþega og styrkja stöðu aldraðra. Frumvarpið er byggt á niðurstöðum starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga sem skipaður var haustið 2009.

Í marga áratugi hefur verið rætt um mikilvægi þess að taka almannatryggingakerfið til allsherjar endurskoðunar.

Núna eftir nokkurra ára undirbúning og þúsundir vinnustunda er lagður fram grunnur að nýju kerfi sem byggir á þverpólitískri sátt. 

Allar nánari upplýsingar má sjá hér. https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33773


Grein Guðbjartar má sjá hér: https://visir.is/einfaldara-og-rettlatara-almannatryggingakerfi/article/2013703079987

Til baka