Fréttir

Heilbrigðiskerfi á tímamótum

17 okt. 2024

Mik­il­vægt er að stjórn­völd gefi skýr skila­boð í yf­ir­stand­andi viðræðum um ein­beitt­an vilja til að snúa nú­ver­andi þróun við.

Guðbjörg Pálsdóttir
Steinunn Þórðardóttir
Sandra B. Franks
Unnur B. Friðriksdóttir

Heil­brigðis­kerfið stend­ur nú á tíma­mót­um. Skjól­stæðing­um þess mun fjölga veru­lega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flókn­ari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hef­ur fyr­ir lengi og verið margít­rekuð án þess að farið hafi verið í sam­stillt átak til að mæta fyr­ir­séðum vanda. Það má líkja þessu við að árið 2005 hefði legið fyr­ir vitn­eskja um vænt­an­leg­an covid-far­ald­ur og áhrif hans á sam­fé­lagið, án þess að brugðist hefði verið við af full­um þunga. Þrátt fyr­ir stöðuga fjölg­un eldri borg­ara, auk mik­ill­ar fjölg­un­ar ferðamanna sem og íbúa lands­ins, og fram­boð sí­fellt dýr­ari úrræða í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur hlut­fall heil­brigðismála í fjár­lög­um rík­is­ins staðið í stað und­an­far­in ár.

Í lög­um um heil­brigðisþjón­ustu seg­ir að mark­miðið sé að all­ir lands­menn eigi kost á full­komn­ustu heil­brigðisþjón­ustu sem á hverj­um tíma eru tök á að veita. Það er ljóst að þetta mik­il­væga og lög­festa mark­mið velt­ur á tvennu. Ann­ars veg­ar á fag­legri þekk­ingu og vilja rekstr­araðila til að koma henni í fram­kvæmd og hins veg­ar vilja til að halda fólki í vinnu og fjár­magna starfs­um­hverfi þess. Það er þó ljóst í okk­ar huga að hægt væri að veita lands­mönn­um betri og full­komn­ari heil­brigðisþjón­ustu en nú er gert. Það stend­ur ekki á heil­brigðis­starfs­fólki að koma með fag­lega þekk­ingu að borðinu.

Kast­ljósið bein­ist því að fjár­mögn­un­inni og hvort vilji sé hjá stjórn­völd­um til að bæta starfsaðstæður heil­brigðis­starfs­fólks og rekstr­araðstæður heil­brigðis­stofn­ana. Starfs­kjör og -aðstæður heil­brigðis­starfs­fólks hald­ast í hend­ur við þá þjón­ustu sem hægt er að veita.

Í könn­un­um má reglu­lega sjá heil­brigðismál efst af þeim mál­efn­um sem al­menn­ing­ur vill að stjórn­völd eða stjórn­mála­flokk­ar leggi áherslu á. Fjár­laga­frum­varp fyr­ir árið 2025 sýn­ir að mik­il þörf er á frek­ari fjár­fest­ingu í heil­brigðismál­um, ekki aðeins í formi rekstr­ar­fram­laga held­ur einnig í að auka þjón­ustu­getu og bæta vinnu­skil­yrði heil­brigðis­starfs­fólks.

Fjár­laga­frum­varpið, eins og það er kynnt, virðist ekki fela í sér nein­ar sér­stak­ar aðgerðir til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigðis­starfs­fólks eða til að leysa þann bráða mönn­un­ar­vanda sem við er að glíma. Það sem kem­ur þar fram er að áfram verði unnið að grein­ingu á mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins, en það er ljóst að fjár­magn vant­ar til að tryggja viðun­andi mönn­un.

Í op­in­berri heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 seg­ir að það sé á ábyrgð stjórn­valda að tryggja að skól­arn­ir mennti nógu marga til starfa og svo sé það hlut­verk yf­ir­manna heil­brigðis­stofn­ana að tryggja næga mönn­un. Er mark­miðið sam­kvæmt stefn­unni að eft­ir rúm fimm ár verði heil­brigðis­stofn­an­ir eft­ir­sótt­ir vinnustaðir sem séu þekkt­ir fyr­ir gott starfs­um­hverfi. Þetta er mjög æski­legt mark­mið og við get­um staðfest að það er mjög ánægju­legt að starfa inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar alla jafna.

Hins veg­ar get­ur Ísland ekki full­mannað öll laus störf inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar eins og staðan er í dag, langt því frá. Við sjá­um í dag merki þess að þjón­ustu­stig heil­brigðisþjón­ust­unn­ar hef­ur lækkað vegna þess að það er ein­fald­lega ekki nógu margt heil­brigðis­starfs­fólk til að vinna þau störf sem þarf að vinna. Mönn­un­ar­vandi heil­brigðis­kerf­is­ins er ekki síst fjár­magnsvandi.

Nú er því tæki­færi fyr­ir stjórn­völd til að grípa inn og snúa þess­ari óheillaþróun við.

Fé­lög okk­ar standa nú í kjaraviðræðum við hið op­in­bera, hvert á sín­um vett­vangi. Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga er enn í viðræðum við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið, Lækna­fé­lag Íslands hef­ur vísað viðræðum um kjara­samn­inga hjá rík­inu til rík­is­sátta­semj­ara, Sjúkra­liðafé­lag Íslands er enn í sam­tali við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu og Ljós­mæðrafé­lag Íslands eru í viðræðum um gerð stofn­ana­samn­inga sem eru orðnir úr­elt­ir og ónot­hæf­ir.

Mik­il­vægt er að stjórn­völd gefi skýr skila­boð í yf­ir­stand­andi viðræðum um ein­beitt­an vilja til að snúa nú­ver­andi þróun við. Viðsemj­end­ur okk­ar verða að taka til­lit til þeirr­ar staðreynd­ar að á bak við kjör heil­brigðis­stétta ligg­ur gíf­ur­leg vinna, bæði utan hefðbund­ins dag­vinnu­tíma og í formi yf­ir­vinnu, sem er langt um­fram vinnu­fram­lag flestra annarra starfs­stétta. Starfs­fólk í heil­brigðis­kerf­inu lít­ur ekki á það sem gæði að hafa tæki­færi til að vinna yf­ir­vinnu. Starfs­fólk heil­brigðis­kerf­is­ins er að bug­ast af of miklu vinnu­álagi og vill eiga frí á sín­um frí­dög­um eins og aðrir borg­ar­ar lands­ins án þess að fá fjöl­marg­ar beiðnir um að koma á auka­vakt eða vera á bakvakt.

Það sem þarf að gera núna er að horf­ast í augu við að viðræður um kjör heil­brigðis­starfs­fólks og framtíð heil­brigðis­kerf­is­ins eru ná­tengd­ar. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax er hætt við því að heil­brigðis­starfs­fólk hverfi til annarra starfa. Þetta er grafal­var­leg ógn sem mun hafa víðtæk­ar af­leiðing­ar fyr­ir vel­ferð lands­manna til framtíðar.

Stjórn­völd bera ábyrgð á því að tryggja framtíð heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Til að ná því mark­miði þarf fyrst og fremst að bæta kjör og vinnuaðstæður þeirra sem starfa í fram­lín­unni.

Guðbjörg Páls­dóttir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, Sandra B. Franks, formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands og Unn­ur Berg­lind Friðriks­dótt­ir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands.

Grein formanna fjölmennustu heilbrigðisstétta landsins var fyrst birt á mbl.is og visir.is

Til baka