Gönguferð innanlands í ágúst
14 mar. 2022
Farin verður gönguferð dagana 11. til 15. ágúst um Borgarfjörður eystri; Stórurð- Brúnavík- Breiðavík- Dimmidalur. Gist í Álfheimum í fjórar nætur í tvegga til fjögurra manna herbergjum með sér baðherbergi. Hámarksfjöldi í ferðina er 16 manns. Verðið er 65.000 kr. á félagsmann með öllu, þar með talið flugi, en 50.000 kr. á þá sem koma sér sjálfir á staðinn.
Opnað verður fyrir skráningu í ferðina þann 6. apríl klukkan 13.00 á skrifstofu félagsins eða síma 553 9494.
Ferðatilhögun:
Dagur 1
Morgunflug til Egilsstaða. Ekið í Borgarfjörð.
Bæjarrölt í tvo tíma og síðan gengið í Dimmadal 10 km, hækkun 100 m. Kvöldverður og gisting í Álfheimum.
Dagur 2
Morgunverður. Gengið í Brúnavík 14 km, hækkun 700 m. Kvöldverður og gisting í Álfheimum.
Dagur 3
Morgunverður. Gengið í Stórurð 16 km, hækkun 600 m. Kvöldverður og gisting í Álfheimum.
Dagur 4
Morgunverður. Gengið í Breiðuvík 16 km, eða Stapavík 12 km. Kvöldverður og gisting í Álfheimum.
Dagur 5
Morgunmatur og síðan ekið til Egilstaða. Vök Bath (ekki innifalið í verði).
Flug frá Egilstöðum.
Innifalið í ferðinni:
Flug til og frá Egilstöðum. Akstur frá flugvelli. Leiðsögn, staðkunnir leiðsögumenn í fjórar göngur.
Fullt fæði frá hádegi á fyrsta degi að morgunverði á degi fimm ásamt nesti í gönguferðirnar.
Það sem þarf að hafa meðferðis:
Hitabrúsi, drykkjarílát, vatnsbrúsi. Hreinlætisvörur, svo sem tannbursti og sápa. Handklæði, sundföt, regnjakki, buxur, húfa, vettlingar og dagsbakpoki.
Klæðnaður; góðir gönguskór, göngubuxur, ullarnærföt, göngusokkar og aukasokkar. Bolir, peysa, húfa, vettlingar og hlý úlpa. Gallabuxur og annar bómullarfatnaður er ekki æskilegur á fjöllum. Ef hann blotnar er hann lengi blautur og verður mjög kaldur.
Ferðaskipuleggjandi og fararstjóri.
Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir
sjúkraliði og leiðsögumaður
netfang: kadlinheida@gmail.com
sími: 694 4920