Göngu- og skemmtiferð til Spánar í maí
9 okt. 2024
Göngu- og skemmtiferð verður farin til Cádiz, Sevilla og Conil dagana 3.- 10. maí 2025 á vegum SLFÍ
Opnað verður fyrir skráningu og sölu í ferðina þann 10. október klukkan 13:00.
Skráning fer fram á skrifstofu SLFÍ (553 – 9494) hjá Sigríði Ríkharðsdóttur og Gunnari Erni.
Verð til sjóðfélaga 260.000 kr. (fullt verð: 320.000 kr.)
Punktafrádráttur: 10 punktar
Farið verður til Cádiz, Sevilla og Conil. Catiz er ein elsta borg Spánar, stendur við Atlantshafið. Sevilla er stærsta borg Andalúsíu. Conil er strandbær í Cádiz.
- Flogið er með Play á vegum Úrval Útsýn til Malaga
- Hámarksfjöldi í ferðina er 16 manns
Ferðin er skipulögð af Úlfheiði Ingvarsdóttur, sjúkraliða og leiðsögumanni í samvinnu við ferðaskrifstofuna Salamöndru.
Hvað er innifalið í ferðinni ?
- Flug með Play á vegum Úrval Útsýn
- Akstur til og frá flugvelli
- Kvöldverður á fyrsta degi
- Hótel, gist á þriggja stjörnu hótelum, 3 nætur í Cátiz og 4 í strandbænum Conil
- Morgunverður alla dagana
- Þrír göngudagar með nesti og enskumælandi leiðsögumönnum
- Dagsferð til Sevilla, sigling á ánni Guadalquivir
- Fjórir þriggja rétta hádegisverðir
- Fararstjórn Úlfheiðar Ingvarsdóttur
Greiðslufyrirkomulag
- Greiða þarf flugið, 68.599 krónur, hjá Úrvali Útsýn fyrir 15. nóvember.
- Aðrar greiðslur verða innheimtar síðar í samráði við fararstjóra
- Heildarkostnaður fyrir sjóðfélaga = 260.000 kr.